UM Wendy’s á Íslandi
Wendy’s skyndibitastaðurinn opnaði upprunalega á Íslandi árið 1992 á herstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli.
Staðurinn vakti mikla lukku heimamanna enda höfðu Íslendingar aldrei áður gætt sér á hinu heimsþekktu ferningslöguðu borgarurum.
Eigendur veitingahúsa í Keflavík kvörtuðu þó undan því sem þeir töldu óviðunandi samkeppni á skyndibitamarkaðinum með tilkomu Wendy’s. Staðurinn var rekinn af varnarliðinu og naut skattafríðinda sem Íslendingar nutu góðs af í verðlagi staðarins.
Það endaði með því að staðnum var lokað fyrir Íslendingum það sama ár og hann birtist, 1992, og þar eftir einungis opinn fyrir starfsmenn varnarliðsins.
Wendy’s hélt áfram rekstri allt fram til ársins 2006 og kvaddi Ísland á sama tíma og varnarliðið.
Þekkt er að Íslendingar hafi nýtt sér ýmsar krókaleiðir til þess að verða sér úti um hina heimsfrægu borgara með liðsinni varnarliðsmanna og fjölskyldna þeirra.
Þá hefur Wendy’s einnig verið vinsæll viðkomustaður Íslendinga á ferðalögum erlendis.
Wendy’s hefur numið land undir fót í Bretlandi á síðasta ári, 2021, eftir tveggja áratuga fjarveru og hyggst leggja undir sig fleiri svæði í Evrópu á komandi árum. Ísland með sína einstöku sögu og tengingu við fyrirtækið hefur því verið valið sem næsti áfangastaður í Evrópu.